Auglýsingar

Ég hef ekki verið upp á mitt besta síðkastið – á blogginu þeas.  Hef samviskusamlega mætt á æfingar með þjálfanum og reynt að leggja mig 100% fram með honum.  Vigtin haggast reyndar hræðilega hægt niður á við og ég verð að viðurkenna að það dregur svoldið úr mér nennuna.  Ofan á það er sumarkæruleysið í algleymingi.  En ég er að vinna í þessu.  Er að reyna að koma mér upp einhverri almennilegri rútínu og anti-dote við kæruleysinu svo ég sitji ekki föst á sama stað endalaust.  Núna er aftur að detta inn þetta leiðinlega tímabil þar sem ég geispa fyrir framan tölvuna í vinnuna og langar fátt meira en að kúrast heim í sófanum og hugurinn er oft heima í sófanum þegar ég er komin í ræktina.  Ef það væri ekki fyrir öðlinginn sem býður eftir mér og „pínir“ mig áfram væri ég sko búin að leggja árar í bát og komin í gamla horfið aftur.
Er það bara ég eða finnst mér ég hafa skrifað álíka póst doldið oft? 🙂


Ég hef fundið að „hugsa upphátt“ hentar mér vel.  Hvort sem það er að skrifa það niður og send til öðlingsins eða vinkonu eða fá að röfla um það við einhvern.  Það hefur alveg komið fyrir að þegar ég hef sent frá mér póstinn eða röflað í dágóðan tíma fer ég að minna sjálfa mig á góðu hlutina og peppa mig upp, ómeðvitað eiginlega. 

Öðlingurinn minnti mig á að ef mér finndist vegferðin tilgangslaus þá yrði hún það, ég held að enn einu sinni hafi hann mikið til síns máls.  Mér finnst voða gott að viðra svona hluti við hann, alltaf tilbúin að koma með aðra og góða vinkla á það sem ég er að spá og spögulera í.

Ég ætlaði svo að skrifa „allt“ á fullkomnunaráráttu sem ég vil meina að hrjái mig og það sem ég geri.  Öðlingurinn vildi þó meina að þetta væri meira hræðsla.  Og eftir að hafa eytt helginni annað slagið í hræðslu pælingum held ég að það sé nú þó nokkuð til í því.  Ég er doldið hrædd við það sem ég er að takast á við.  Hrædd við hvað er framundan.  Er komin út fyrir þægindahringinn minn og nýir hlutir bíða mín.  Ný reynsla.  Ný takmörk.  Ný viðmið.  Og við það blossar upp nettur kvíði.
En ég ákveð með sjálfri mér að ég taki þetta á hælinn.  Er að reyna að muna að einhvernveginn hefur mér tekist að komast alla þessa leið.  Afhverju ætti ég þá ekki að ná að komast a.m.k. helminginn í viðbót?

 

 


Ég rembist þessa dagana við að koma upp einhverju skipulagi og almennilegri rútínu.  Eitthvað sem ég gæti jafnvel haldið áfram í haust/vetur og þá bara aðlagað örlítið eftir þörfum hverju sinni.  En mér reynist það álíka erfitt og að troða tannkremi aftur í tannkremstúpu!  Er allt of fljót að detta í kæruleysis gírinn og hafa sérlega fögur fyrirheit fyrir komandi daga, sem ég merkilegt nokk hagkvæmlega „gleymi“ daginn eftir.
Kannski hefur þetta eitthvað að gera með árstíðina?  Hver veit… maður er náttúrulega oft örlítið kærulausri og rólegri með allt í kringum sumarið. 

Mér finnst þetta svoldið merkilegt.  Því ég finn hvað mér líður margfalt betur þegar ég held rútínunni góðri og skipulaginu í orden.  Tala nú ekki um ef ég næ að halda mataræðinu nokkurn veginn tipp topp – þá finnst mér ég fær í flestan sjó!  Því skil ég stundum ekki hvernig ég hef leyft mér að smella mér á kæruleysisbrautina og hangsa þar.

Kannski er partur af þessu að vigtin hangir eins og lím á sömu kílóunum – plús mínsu eitt til eða frá!  Og það getur gert mig klikkaða. Og ég er ofur fljót að sannfæra mig um að þetta sé algerlega tilgangslaust djobb hjá mér.  Ég eigi hvort eð er aldrei eftir að ná neinu „lokatakmarki“ í þessu og ég sé vegin hlykkjast endalaust áfram.  Ég lít til baka og sé upphafsreitin.  Það er nefnilega svo miklu styttra að fara bara aftur þangað.  Heldur en að ferðast hina leiðina, vita ekkert hvað bíður mín eða hvað ég gæti þurft að takast á við.  Ekki svo að skilja að ég sé mætt á miðnætti á nammibarinn í Hagkaup og versli mér gotterí á vísa-rað!  Nei þá holu ætla ég ekki að falla í.  Fæ prik fyrir að hafa þó vit á því.

Stundum finnst mér eins og mér megi ekki ganga „of vel“ þá poppar kæruleysið upp og tröllríður mér.  Þarf eitthvað að skoða þessi mál betur held ég.  Þýðir ekkert að láta hlutina ganga svona til lengri tíma.  Það dregur bara úr manni kraft, nennu og áhuga. 
Nú er bara að setjast niður og skipuleggja sig og standa við skipulagið.  Ég þarf bara að finna leiðir til að standa við það – þetta verður hin mikla gúgl helgi – það hlýtur hægt að finna eitthvað á netinu um skipulag.  Mér skal takast að ala mig upp og fá mig til að hlýða sjálfri mér!!

 Mér finnst svo yndislegt að vakna þegar sólin skín inn og það er bjart og fagurt á morgnanna.  Óhjákvæmilega kemst ég í gott skap á morgnanna, og það er alltaf léttara og skemmtilegra að byrja morguninni með jákvæðni og gleði í farteskinu. Fyrir utan hvað ég dýrka lyktina af nýslegnu grasi.  Það er líka dásamleg gróðurlykt á sumarnóttunum! 

Í gærmorgun steig ég á vigtina, eins og ég geri á þriðjudagsmorgnum.  Ég var ekki alveg nógu sátt.  Stóð í stað frá síðustu mælingu.  Fann hvernig ég leitaði í sama gamla farið, finna leiðir til að hugga mig og bæta mér þetta upp á einhvern hátt.  En sem betur fer er ég orðin það meðvituð að ég náði tökum á þessum pælingum snemma og gat lokað þær úti.  En það er ótrúlegt hvað maður er fljót að fara í það sem maður „þekkir og kann“ – bara eins og í leiðslu gerir maður það, algerlega hugsunarlaust! 

En ég er samt þokkalega ánægð að ég náði að grípa í taumana miklu fyrr en áður.  Og þar verð ég að gefa öðlingnum mínum stórt prik.  Stundum held ég að ég sé í einkaþjálfun með dassi af sálfræðimeðferð!  Ég er þess líka fullviss að án hans ráðgjafar hefði ég ekki náð þetta langt, ég hefði leyft mér að fara í sjálfseyðingarhaminn og hætt við allt saman, án þess að blinka.

Það koma góðar stundir og það koma erfiðar stundir.  Trikkið er að ná að læra af erfiðu stundunum og ekki gefast upp á þeim kafla.  Það getur verið ótrúlega erfið brekka, ég veit það vel.  En maður verður að hanga á trúnni að eftir þessa erfiðu brekku komi við beinn og góður vegur.  Og spáið í því hvað maður getur verið stolt/ur ef maður nær að halda út erfiða kaflan! 

Hvatning – hvatning og aftur hvatning er það sem er svo ótrúlega mikilvægt í þessu ferli.  Sama í hvernig formi hvatningin er.  Post-it miðar hér og þar í herberginu/íbúðinni með allskonar áminningum – fyrir&eftir myndir (það má geyma þær ofan í skúffu „for your eyes only“) – spjalla við vin/vinkonu/þjálfa/etc – fara í ræktina og púla – kaupa sér eitthvað fallegt (t.d. nýjan varalit/naglalakk/fallegan blómvönd eða hvað sem er) – hlusta á góða tónlist … Hvað sem er sem þér dettur í hug, nota bene annað en mat 🙂 


Ég get vart beðið eftir að rekast á þetta gotterí í hillum matvöruverslanna á næstunni.  Stend mig að því að skima eftir þessu þegar ég fer út í búð.  Við afkvæmið sláumst næstum því um bakkan sem ná að rata heim.  Ef ég á leið í uppsveitir Árnessýslu þá kem ég stundum við á Silfurtúni og næli mér í íslensk jarðaber.

Hvet ykkur til að splæsa í einn bakka í sumar – þessi ber eru svo margfalt þess virði og svo margfalt betri á bragðiðen þessi útlendu. mmm


Maður er ekkert nema vaninn – a.m.k. ég.  Fann það vel á eigin skinni síðast liðna helgi.  Skyndiákvörðun að leigja bústað með góðum vinkonum og eiga skemmtilega helgi saman, afkvæmis og viðhengislausar.  Eins og gefur að skilja var ekki lagt í ferðalagið með gulrót í annarri, vatn í hinni og epli í bakpokanum.  Sei sei nei!  Karfan í versluninni var sneisafull af gotteríi og auðvitað þurfti að koma við í „mjólkurbúðinni“ svo við myndum ekki skrælna upp um helgina 😉

Og mikið var það gott!  Við hlógum svo mikið að við verðum allar 103 ára án nokkurs efa ….

Ég fann hvernig „varnirnar“ féllu og gamlir vanar kikkuðu inn, án þess að blikna.  Fyrri átvenjur duttu inn eins og ekkert væri sjálfsagaðar.  Morgunmatur borðaður seint og um síðir og svo slikkerí fram að kvöldmat, eða svo gott sem.  Inni á milli náði ég að læða að epli og vatnsglasi.  Undirmeðvitnundin kikkaði inn annað slagið og minnti mig á að ég þyfti að hanga aðeins á planinu.  Púkinn var hás og þreyttur og hafði því ekki mikið að segja – þó hann kæmi nú með einstaka komment sem ég hrissti af mér nokkuð örugglega.

Eftir á að hyggja held ég að einkaþjálfinn hafi tekið algerlega rétta ákvörðun að senda mig í pásu og gefa mér heimild til að sluksast.  Og hans vegna stekk ég upp á beinu brautina í dag eins og lítið hafi í skorist – þó hausinn og líkaminn gargi á gosdrykki og sætindi millimála.  Ég kýs bara að hlusta ekkert á það gól.  Ég veit hvernig ég get tæklað þetta – ég veit að þetta gæti orðið svoldið erfið brekka en ég veit líka að ég hef þolið til að díla við brekkuna.  Og þegar upp er komið er nokkuð bein og góð leið fram undan.

Eins og þjálfinn sagði svo réttilega, þegar ég hafði áhyggjur af mataræðinu og hægari brennslu sökum t.d. alkohóls, „við erum að hugsa um næstu 5 ár ekki næstu 30 mínúturnar“ – svo ég hvet ykkur lesendur góðir (hverjir svo sem þið eruð) að leyfa ykkur að taka pásur endrum og sinnum 🙂  Það má nefnilega ekki gleyma að næra sálina líka!


Ég fer niður um 800 gr þessa vikuna og er ekki alveg nógu sátt.  Kannski m.a því ég var 400gr léttari fyrr í vikunni.  Óþolinmæðin að fara með mig!  

 Ég er samt ekki á þeim buxunum að gefast upp núna.  Samt finnst mér ég hafa gert ýmislegt sl viku sem hefði átt að skila sér í lægri tölu á vigtinni.  Viðurkenni að þetta dregur aðeins úr mér, ekkert stórvægilega en örlítið.  Reyni að vera lausnarmiðuð og finna út hvað þarf að breyta og bæta.  Það er þó jákvætt er það ekki?  Fara ekki beint í niðurbrot heldur lausnir.

Ætli maður þurfi eitthvað að endurskoða matseðilinn?  Eða gefa þessu aðeins lengri tíma?


tumblr_lzn767xOfu1rng5k3o1_500

Auglýsingar