Fyrir viku síðan var komið heilt ár síðan ég byrjaði þessa lífstílsbreytingu. Það er eitthvað svo ótrúlegt að hugsa til þess að það sé komið ár, 52 vikur, 365 dagar – en mér finnst bara nokkrir mánuðir síðan ég byrjaði þetta ferðalag.

Það hefur svo margt breyst síðan þá. Mér líður svo margfalt betur á líkama og sál. Mér finnst þetta verkefni krefjandi en skemmtilegt/áhugavert um leið.
Aldrei hafði mig órað fyrir að ná þessum árangri á þessum „stutta“ tíma! Það verður gaman að horfa yfir farin veg eftir rúman mánuð og leyfa sér að líða vel með það sem ég áorkaði á árinu, loksins!

En ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Vegurinn hefur ekki verið beinn og breiður alla leiðina, alls ekki. Það hafa komið tímar þar sem mig hefur langar að hætta þessu „ströggli“. Þar sem ég hef gert of miklar kröfur til sjálfs míns og verið með of háar væntingar. En að hafa yfirstigið þann hjalla hefur gert svo mikið.
Bestu æfingadagarnir mínir eru þegar ég fer á æfingu og klára hann þrátt fyrir að hafa engan vegin nennt! Heyri stundum hvíslað að mér „sko ef þú gast þetta þá geturðu hvað sem er“

Það er á hreinu að þetta verður minn varanlegi lífstíll héðan í frá! Og ég ætla mér bara enn lengra á nýju ári 🙂

Auglýsingar