Nú líður að langþráðu og ljúfu sumarfríi hjá mér.  Ég ætla að áorka eitthvað svo miklu að ég er pínu hrædd við að ná ekki hvíldinni sem ég er að vonast eftir í fríinu.  Það er á dagskránni að taka myndamaraþon með afkvæminu – kynna hann fyrir gömlum og góðum myndum á borð við Gremlins, Ghostbusters, Home Alone og fleiri, hitta vinkonur á kaffihúsi – spjalla, borða, hlægja og njóta þess að vera til, fara með velvöldum aðilum í bröns á góðum stað – spjalla, borða, tala og allt það, kaupa mér föt/skó – fækkar fatnaði í réttri stærð í skápnum, njóta þess að geta nýtt tíman eins og vil þegar ég vil,  kíkja á ættingja á hinu landshorninu og svo margt fleira.  Spurning um lengra frí eða fleiri tíma í sólarhringinn?

En málið er að ég verð viku í burtu frá heimahögunum og þar af leiðandi kemst ég ekki í ræktina.  Stelpan sem sat á bílastæðinu fyrir utan rætkina fyrir viku síðan og vældi yfir nennuleysi og aumingjaskap er í dag með smá kvíðahnút og samviskubit yfir að komast ekki í sína reglubundnu hreyfingu. Já það er svoldið í ökkla eða eyra hjá mér.
Ég hef um leið áhyggjur af því að gamlir vanar kikki inn eins og skot.  Vaka fram eftir, borða óhollt og óreglulega, hreyfa sig ekkert o.s.frv.  Ég finn að til að komast hjá þessu þarf ég að þjálfa mótstöðuvöðvan vel og koma upp góðu plani.  Það þarf ekki, og á ekki, allt að fara úr skorðum og í sama gamla farið þó ég sé í fríi. 
Þetta þýðir þó ekki heldur að ég ætli að vera svaðalega smámunasöm, ekki leyfa mér neitt og lifa á ávöxtum, hafragraut og vatni í fríinu, ó nei!  Stefnan er tekin á að leyfa sér góðan mat og drykk, en í hófi og milli þess er það rútínan gamla góða.  Kannski maður leyfi sér aðeins meiri tilraunastarfsemi fyrst maður hefur tíma t.d. betrumbæta hafragrautinn og finna nýjar hugmyndir að hollum, góðum og einföldum kvöldmat og þar fram eftir götunum.  Skreppa í göngutúra með afkvæminu, viðhenginu, ein – njóta fallegu náttúrunnar sem landið okkar hefur upp á að bjóða, finna barnið í sjálfum sér og smella sér út að leika ..

Nú er að spýta í lófana – taka hvatninguna á nýtt level og byrja að prófa sig áfram í að standa á eigin fótum.  Því einn góðan veðurdag nýtur öðlingsins míns ekki við, a.m.k. ekki í sama mæli og nú er, og þá er það mitt að sjá um þessa hluti. En eins og einkaþjálfinn segir „einn dag í einu“ og ekki flækja hlutina um of, getur reynst erfitt fyrir manneskju með doktorsgráðu í flækningum 🙂

Auglýsingar