Vá!  Á leiðinni heim í kvöld uppgvötaði ég að „gamla“ég er að koma til baka.  Ég var búin að finna milljón og tvær ástæður fyrir því afhverju ég væri orðin eins og ég var, þreytt/neikvæð/pirruð/súr og allt það, þyngdin og ástandið á mér var þó ekki eitt af því (maður getur verið svo blind!) – mikið vildi ég óska að ég hefði fyrr uppgvötað að „þetta“, hreyfing og tilheyrandi væri það sem þyrfti til að ég kæmi aftur.  
Í gegnum tíðina hef ég frekar verið sú sem gat alltaf séð jákvæðu hliðina á hlutunum eða notað „þetta reddast“,  ég var (og er) viðkvæm en í dag get ég brosað í gegnum tárin eða bara hlegið að því sem er að bögga mig,“ – en var svoldið komin á öfugan vegarhelming .. Mér finnst svo æðislegt og skemmtilegt að vera farin að endurheimta sjálfa mig að ég á varla lýsingarorð til að lýsa því – annað en bros og „overwhelming“ gleði!

Alltí einu í fyrsta skipti í svo langan tíma er mér aðeins að byrja að líða vel í mínum eigin líkama.  Eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi nokkur tíman gerast!  Fannst auðveldara að segja sjálfri mér og öðrum að ég væri sátt við mig og mitt heldur en að viðurkenna að ég ætti svo mikið meira inni – ég gæti svo mikið meira en ég leyfði mér að trúa og treysta á sjálf.  Ég finn allt í einu fyrir styrk sem ég vissi ekki að ég ætti til.  Veit ekki hve mikið og lengi ég hef leitað eftir almennilegri/öflugri/górði hvatningu en aldrei fundið nóg til að komast á þann stað sem ég er núna.  Stað sem mér finnst pínu skemmtilegur satt best að segja.  
Innst inni er svoldið kvíðablandin tilhlökkun um framhaldið.  Hvar ég enda?  Hvar og hvenær, ef einhvertíman, verð ég sátt við mig? Hvernig verður framhaldið?

Ég er allt í einu manneskjan sem leiðist að standa/sitja kjurr, mér líður eins og krakka stundum.  Klifrandi, hoppandi, hlaupandi og svo framvegis.  Ég nenni að gera eitthvað meira en hanga í sófanum í tölvunni eða yfir sjónvarpinu og mig langar að gera eitthvað meira!  Það sem gat tekið mig langan tíma að framkvæma áður fyrr tekur langtum styttri tíma núna.  Að rölta einhvern spotta er orðið lítið sem ekkert mál!  Að keyra ekki hring eftir hring til að fá stæði sem næst innganginum.  Finna hvernig ég styrkist með hverjum deginum.  Mér finnst þetta ótrúlega gaman!

Mig langar stundum í ræktina á hverjum degi, kannski því mér finnst enn að vigtin fari of hægt niður á við – þrátt fyrir að vera næstum 30 kílóum léttari en ég var fyrir 7-8 mánuðum síðan!  Það er hvorutveggja hvatning og niðurdrep fyrir mig.  Ég á erfitt með að gera upp á milli.  Mér finnst erfitt að þurfa að bíða.  En mér finnst líka visst „comfort“ að vera þar sem ég var áður – hlutverk sem ég þekki og kann svo vel á alla kannta.  Það er ýmislegt sem ég óttast innst inni doldið með breyttum lifnaðarháttum.  En það er kannski allt eðililegt?

Ræddi einhvertíman við öðlinginn um að fullkomunaráráttan mín væri kannski meira hræðsla.  Og ég held að það geti verið rétt hjá honum.  Ég er hrædd við framhaldið – ég er hrædd við að ég beili á sjálfri mér þegar ég á að fara að standa á eigin fótum (fæ næstum kvíðakast við tilhugsunina), ég hrædd við að enda á sama stað og þegar ég byrjaði  og ég er líka doldið hrædd við að geta ekki „falið“ mig lengur bakvið endalausa kaldhæðni og  skráp sem ég hef byggt upp til að verja mig svoldið vegna þyngdarinnar m.a. (held ég) …. (reyndar tekur mig dágóðan tíma að skríða úr skelinni og sýna fólki „the real me“ á meðan er kaldhæðni ágætt vopn)
Í sumar hefur margt verið að gerjast í kollinum á mér, einhverjar djúpar pælingar um lífið og tilveruna.  Og allt í einu núna uppgvöta ég að það hefur lítið borið á lægð, nema þá bara algeru sýnishorni.  Ég hef undanfarið getað snúið mér til baka fyrr og betur en áður.  
Kannski er það sólin, sumarið og birtan og gleðin sem fylgir því sem gerir mig svona „high“ en so be it!  Það er þá um að gera að njóta þess á meðan það varir!  Og vona að það vari sem lengst.

Auglýsingar